Minnkandi hagvöxtur í Kína

Kínverskur peningaseðiill, yuan. Hagvöxtur í Kína á síðasta ársfjórðungi ársins …
Kínverskur peningaseðiill, yuan. Hagvöxtur í Kína á síðasta ársfjórðungi ársins 2011 var 8,9%, og þar með sá hægasti undanfarin tvö og hálft ár. Sérfræðingar telja að hann verði enn hægari á næstu mánuðum. Reuters

Hagvöxtur í Kína á síðasta ársfjórðungi ársins 2011 var 8,9%, og þar með sá hægasti undanfarin tvö og hálft ár. Sérfræðingar telja að hann verði enn hægari á næstu mánuðum.

Þessar niðurstöður falla fjárfestum almennt ekki vel í geð. Hefði vöxturinn verið minni hefðu lög og reglugerðir á fjármálamarkaði í Kína hugsanlega verið endurskoðuð, en hefði hann verið meiri hefði það slegið á vangaveltur um að næststærsta hagkerfi heims væri ekki jafntraust og látið er af.

Mikilvægi Kína sem efnahagsveldis hefur aukist á síðustu vikum og mánuðum þar sem efnahagástand á evrusvæðinu er víða óstöðugt og efnahagur Bandaríkjanna sömuleiðis. Verði hagvöxtur enn hægari í Kína gæti það haft veruleg áhrif á gang mála á heimsvísu.

Helsta ástæða þessa hæga vaxtar er talin vera markvissar aðgerðir Kínverja við að efla neyslu á framleiðslu sinni innanlands í stað þess að reiða sig á útflutning. Evrópa er stærsti útflutningsmarkaður Kínverja.

„Það mun hægjast enn frekar á efnahagsvexti,“ sagði Mark Williams í greiningardeild Capital Economics við Reuter-fréttastofuna. „Eftirspurn í Evrópu eftir kínverskri framleiðslu hefur minnkað og mun líklega minnka enn frekar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert