Um 67% sögðu já við ESB-aðild

Íbúar Króatíu eru um 4,2 milljónir. Kosið var um ESB-aðild …
Íbúar Króatíu eru um 4,2 milljónir. Kosið var um ESB-aðild í dag. Reuters

Fyrstu tölur benda til þess 67% kjósenda í Króatíu hafi samþykkt samning um aðild landsins að Evrópusambandinu. Króatía verður 28. aðildarríki ESB.

Króatía sótti um aðild að Evrópusambandinu árið 2003. Formleg aðild landsins að sambandinu mun eiga sér stað um mitt næsta ár. Það hefur því tekið landið 10 ár að fá aðild.

Árið 2008 sýndu skoðanakannanir að um 80% þjóðarinnar styddu aðild að ESB, en eftir að efnahagskreppa reið yfir Evrópu dalaði stuðningurinn. Síðustu skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sýndu að um 60% þjóðarinnar ætluðu að segja já og um 30% ætluðu að segja nei.

Fyrstu tölur benda til þess að munurinn verði heldur meiri, en samkvæmt þeim sögðu 67% já.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert