Spá 0,5% samdrætti á evrusvæðinu

Evruvandinn ógnar efnahagsstöðugleika út um allan heim.
Evruvandinn ógnar efnahagsstöðugleika út um allan heim. Reuter

Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir árið 2012 spáir sjóðurinn 3,3% hagvexti á heimsvísu en áætlar að evrusvæðið dragist saman um 0,5% á sama tíma. Í september síðastliðnum spáði sjóðurinn hagvexti upp á 4,0% á heimsvísu.

Sjóðurinn segir evruvandann ógna efnahagslegum stöðugleika úti um allan heim og hvetur þau lönd sem eiga hægara um vik til þess að draga ekki saman seglin, þar sem það yrði bara til þess að auka á vandann.

Í spánni segir að hagvöxtur gæti orðið 3,9% árið 2013 en aðeins ef komið verður í veg fyrir upphlaup á mörkuðum vegna óstöðugleika á evrusvæðinu. Taugaóstyrkir markaðir gætu leitt til hærri lánavaxta hjá fleiri þjóðum og þar með neytt þær til að skera niður í ríkisútgjöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert