Þjóðarsorg í Egyptalandi

Herforingjaráðið í Egyptalandi er búið að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu ofbeldisverka sem brutust út í borginni Port Said. Þar létust að minnsta kosti 74 þegar það slóst í brýnu á milli stuðningsmanna tveggja knattspyrnuliða í borginni.

Þá slösuðust mörg hundruð manns þegar stuðningsmenn liðanna fóru inn á knattspyrnuvöll að loknum leik nágrannaliðanna al-Masry og al-Ahly, sem eru í efstu deildinni.

Ríkisstjórn landsins hefur boðað til neyðarfundar vegna málsins.

Þá er verið að skipuleggja mótmælagöngur sem eiga að fara fram í dag en íbúar er ósáttir við viðbrögð lögreglunnar sem gat ekki stöðvað ofbeldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert