Búið að handtaka árásarmanninn

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. Af vef Norðurlandaráðs

Íbúar í þorpinu Nutaarmiut á vesturströnd Grænlands eru harmi slegnir eftir að maður skaut þrjá til bana og særði tvo lífshættulega. Maðurinn er nú í haldi lögreglu.

Í grænlenska blaðinu Sermitsiaq segir að fólk eigi bágt með að trúa að annað eins geti gerst í þorpinu sem telur aðeins um 50 íbúa.

„Íbúarnir eru í miklu áfalli og hér ríkir mikil sorg. Hér vita auðvitað allir hvað hefur gerst,“ segir einn íbúanna.

Strax og ljóst var hvað hefði gerst voru lögreglumenn og læknir fluttir með þyrlu til þorpsins. Lögreglan afvopnaði svo hinn grunaða og handtók.

Skotárásin átti sér stað síðastliðna nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert