Alelda skriðdreki stjórnarhers

Blóðug átök héldu áfram í Sýrlandi í dag þegar þungvopnaðar hersveitir stjórnarhersins réðust gegn sveitum uppreisnarmanna. Átökin voru mjög hörð í borginni Homs en stjórnarherinn hélt áfram sprengjuvörpuárás sinni. Talið er að minnst fjórir hafi látist í borginni.

Fréttaveita Reuters komst nýverið yfir myndbandsupptöku sem sýnir átök milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Á myndbandinu sést skriðdreki á vegum stjórnarhersins brenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert