Skandinavísk matargerð vinsæl

Sænskar kjötbollur komu Bretum á bragðið og nú geta þeir …
Sænskar kjötbollur komu Bretum á bragðið og nú geta þeir ekki hætt. mbl.is/Guðný Hilmarsdóttir

Sala á sænskum matvörum hefur aukist um næstum 30% á síðustu fimm árum í Bretlandi. Sala á matvörum frá Noregi og Danmörku hefur einnig aukist og á vef BBC er fjallað um hvað veldur vinsældum skandinavískrar matarhefðar í landinu.

Í umfjölluninni segir að hjólin hafi byrjað að snúast þegar þegar fólk í húsgagnaleit gat gætt sér á ódýrum kjötbollum til að auka við orkuforða sinn á ferð sinni um ganga IKEA. Síðustu ár hafi hins vegar skandinavísk matarhefð smám saman lætt sér inn í stórmarkaði og veitingastaði Breta.

Að sögn voru sænskar matvörur og drykkir seldar fyrir um 290 milljónir punda í Bretlandi árið 2010. Innflutningur á vörum frá Noregi jókst ennfremur um 18% á árunum 2006-2011. Food People valdi jafnframt skandinavíska matargerð sem „mest spennandi matargerðina“ árið 2011.

Fjallað er ýtarlega um skandinavíska matargerð, aukin umsvif hennar í Bretlandi og veitingastaðinn Noma í Kaupmannahöfn hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert