Bostonbúar bragða á Íslandi

Hátíðin A Taste of Iceland verður haldin í Boston í …
Hátíðin A Taste of Iceland verður haldin í Boston í byrjun mars.

Bostonbúar fá innsýn í íslenska menningu og matargerð á næstu dögum en á morgun hefst fjögurra daga hátíð undir yfirskriftinni „A Taste of Iceland“, eða bragð af Íslandi.

Þetta er í þriðja skiptið sem hátíðin verður haldin og þar verður matargerð gert hátt undir höfði, en auk þess munu íslenskir tónlistarmenn leika af fingrum fram með bandarískum kollegum sínum.

Verðlaunakokkurinn Hákon Már Örvarsson verður gestakokkur á veitingastaðnum Eastern Standard Kitchen & Drinks, en hann hefur búið til íslenskan matseðil ásamt matreiðslumeistara staðarins, þar sem íslenskt hráefni verður í öndvegi.

Tónlistarfólkið Lay Low. Mugison, Sóley Stefánsdóttir og Pétur Ben halda tónleika á klúbbnum Paradise Rock Club ásamt heimamönnum

Þá verður íslensk kvikmyndahátíð haldin í borginni og Íslandshátíð verður haldin á skautasvelli.

Dagskrá Íslandshátíðarinnar í Boston

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert