Átta vígamenn féllu í loftárás

Ómönnuð flugvél vopnuð Hellfire eldflaugum á flugi yfir Afganistan árið …
Ómönnuð flugvél vopnuð Hellfire eldflaugum á flugi yfir Afganistan árið 2007 Mynd/en.wikipedia.org

Ómönnuð flugvél á vegum Bandaríkjahers gerði fyrir skömmu loftárás á skotmark í Pakistan. Skotið var tveimur eldflaugum á bifreið nærri landamærunum Afganistans og létust a.m.k. átta vígamenn í árásinni. Loftárásin átti sér stað í Suður-Waziristan, sem er ættbálkasvæði í Pakistan. Hinir látnu eru sagðir tengjast talibönum og liðssveitum al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna.

Bandarísk stjórnvöld hafa sagt Waziristan í Pakistan hættulegasta svæði í heimi. Þar ráða talibanar lofum og lögum en einnig má þar finna aðalbækistöðvar al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna.

Flugvélin sem gerði árásina í dag er af Predator-gerð og er þeim fjarstýrt af mönnum innan Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA. Þessar ómönnuðu vélar eru gjarnan vopnaðar Hellfire-eldflaugum sem ýmist eru með 9 eða 8 kílóa sprengihleðslu.

Bandaríkjamenn hafa notast við Predator-vélar í loftárásum sínum í Pakistan frá árinu 2004. Að auki hafa þessar vélar verið notaðar í Írak og Afganistan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert