Norðmenn græða á myntsamstarfi

Norskar krónur.
Norskar krónur.

„Ég er handviss um að Íslendingar hafa mikinn áhuga á því að taka upp norsku krónuna. Það myndi fela í sér stöðugt gengi og minni áhættu á fjármálamörkuðum,“ segir  Øystein Noreng, sem er prófessor við viðskiptaháskólann BI í Noregi. Hann segir slíkt myntsamstarf vera hag beggja landanna.

Þetta segir Noreng í samtali við norska viðskiptablaðið E24 Næringsliv í dag.

Þar segir hann að undanfarið hafi verið miklar vangaveltur meðal Íslendinga um að taka upp annan gjaldmiðil og að nokkuð hafi verið rætt um evru í því samhengi. 

Að mati Norengs væri það hagur beggja landanna ef Íslendingar tækju upp norsku krónuna, ekki síst ef Íslendingar tækju hana upp og gengju síðan í Evrópusambandið. Hann telur að það myndi styrkja stöðu Norðmanna varðandi samninga við ESB og Rússland.

Noreng viðrar þann möguleika að Íslendingar og Norðmenn gætu komist að samkomulagi um sameiginlega reglugerð um hafrétt, fiskveiðar og nýtingu annarra auðlinda.

Grein E24 Næringsliv

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert