Barinn til bana á slysstað

Kveðjur og blóm á vettvangi morðsins í dag.
Kveðjur og blóm á vettvangi morðsins í dag. AFP

Allar almenningssamgöngur í Brussel voru stöðvaðar tímabundið í dag eftir að vaktmaður í stjórnstöð almenningssamgangna var barinn til bana í kjölfar umferðarslyss. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn af lögreglu.

Vaktmaðurinn var kallaður á vettvang þegar strætisvagn og bíll í einkaeigu lentu í árekstri í morgun. Vinur ökumanns bifreiðarinnar réðst á manninn, sem var 56 ára gamall, og barði hann í höfuðið. Farið var með vaktmanninn á sjúkrahús, þar sem hann lést skömmu síðar.

Forsætisráðherra Belgíu, Elio Di Rupo, sendi út yfirlýsingu í kjölfar atviksins þar sem hann kallaði eftir því að réttað yrði í málinu sem fyrst og að hinn seki yrði látinn sæta hörðustu mögulegu refsingu.

Þá sagði innanríkisráðherra Belgíu, Joelle Milquet, að hann myndi leggja fram tillögur til að auka öryggi í almenningssamgöngum á ríkisstjórnarfundi síðar í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert