Romney segir Obama að pakka saman

Mitt Romney, væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, er tekinn að velgja Barack Obama undir uggum. Í kvöld sagðist hann hafa þau skilaboð til núverandi forseta að hann gæti byrjað að pakka saman.

Obama er enn með talsvert forskot á Romney þegar stuðningur þeirra er mældur fyrir kosningarnar í nóvember, en Romney hikaði ekki við að senda Obama tóninn í kvöld og gefa honum til kynna að hann gæti þurft að búa sig undir tap. Þegar hann var spurður í viðtali við Diane Sawyer, í viðtali á ABC sjónvarpstöðinni í kvöld, hvort hann vildi koma einhverjum skilaboðum til Obama svaraði hann: „Jah, byrjaðu að pakka."

Romney sagði Obama hafa leitt Bandaríkin á rangar slóðir og það væri kominn tími til að „snúa aftur til grunngilda frelsis og tækifæra, sem færðu þjóðina á þann stað sem hún er í dag". Eiginkona hans, Ann Romney, mætti með honum í viðtalið í dag og bætti því við að henni þætti hans tími kominn. „Hann er manneskjan sem getur snúið þessum efnahag við. Svo ég held að það sé komið að okkur núna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert