Breivik ræddi um píslarvætti

Réttarhöldin eru helsta umfjöllunarefni norska fjölmiðla.
Réttarhöldin eru helsta umfjöllunarefni norska fjölmiðla. Reuters

„Það er erfitt að upphefja píslarvætti þegar maður er hræddur við dauðann og er ekki tilbúinn til að grípa sjálfur til aðgerða,“ sagði norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik við yfirheyrslur í morgun. 

„Vandi herskárra þjóðernissinna í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni er sá að það skortir fyrirmyndir.“

Breivik var spurður ítarlega út í tengsl sín við þjóðernissinna, bæði í Noregi og í öðrum löndum og við þátttöku sína í reglu musterisriddara. Hann vildi litlu svara um regluna sem heitir Knights Templar og heldur ekki hvort einhver hefði mælt með honum í regluna.

Gert var hlé á réttarhöldunum, en þau hefjast að nýju klukkan ellefu að íslenskum tíma og standa til klukkan 14:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert