Munurinn á Hollande og Sarkozy minni

Þegar nær öll atkvæði í frönsku forsetakosningunum höfðu verið talin í nótt var ljóst að bilið milli tveggja efstu frambjóðendanna var minni en spár í gærkvöldi, sem byggðar voru á  afstöðu fólks er það yfirgaf kjörstað svo og fyrstu tölum, höfðu bent til. Francois Hollande fékk 28,63% atkvæða en Nicolas Sarkozy 27,08%.

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu var klukkan tvö að frönskum tíma í nótt aðeins eftir að telja 1,15 milljón atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum utan Frakklands. Á þeirri stundu hafði Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, hlotið 18,01%.

Skerfur Jean-Luc Melenchon, frambjóðanda Vinstrifylkingarinnar, var 11,13% og hlutur Francois Bayrou, frambjóðenda miðjumanna, var 9,11%.

Fimm aðrir frambjóðendur fengu innan við 5% fylgi; Eva Joly 2,28%, Nicolas Dupont-Aignan  1,80%, Philippe Poutou 1,15%, Nathalie Arthaud 0,57% og Jacques Cheminade 0,25%.

Kosið verður á milli Sarkozy (t.v.) og Hollande 6. maí …
Kosið verður á milli Sarkozy (t.v.) og Hollande 6. maí nk. mbl.is/reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert