Ætlar ekki að semja við Þjóðfylkinguna

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. YVES HERMAN

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að hann muni ekki semja fyrir kosningar við Þjóðaylkingu Marine Le Pen, en hún fékk 18% atkvæða í kosningunum. Hann sagði í útvarpsviðtali í dag að það væri engin ástæða til að draga upp dökka mynd af kjósendum flokksins.

Þjóðfylkingin er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. Árangur Marine Le Pen í fyrri umferð forsetakosninganna var mun betri en reiknað hafði verið með. Hún hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um hvernig flokkur hennar vilji að kjósendur verji atkvæði sínu í seinni umferðinni sem fram fer 6. maí.

Sarkozy var í útvarpsviðtali í morgun og tók þar af skarið um að hann myndi ekki gera samning við Þjóðfylkinguna fyrir kosningar. Hann talaði hins vegar vinsamlega til kjósenda flokksins. „Við verðum að tala við þau 18% sem kusu Marine Le Pen. Ég lít ekki á þessi 18% sem öfgamenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert