Hrun ESB orðið að raunhæfum möguleika

Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins.
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins. AP

„Í fyrsta skipti í sögu Evrópusambandsins er hrun sambandsins raunhæfur möguleiki,“ sagði forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, á fundi í Brussel í dag með fulltrúum í framkvæmdastjórn ESB samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.

Schulz sagði að ástæðan fyrir því að svona væri komið fyrir ESB í dag væri fyrst og fremst sú að forystumenn ríkja þess heimtuðu að fá að taka sífellt fleiri ákvarðanir sjálfir þvert á þau vinnubrögð sem gilt hafi á vettvangi sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert