Romney sigraði í fimm ríkjum

Mitt Romney vann góðan sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í fimm ríkjum í gær. Hann er nú öruggur um að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember.

Romney vann í Connecticut, Delaware, New York, Pennsylvaníu og Rhode Island. Hann er núna kominn með 844 kjörmenn, en 1.144 þarf til að sigra á flokksþingi flokksins í sumar. Aðeins tveir aðrir frambjóðendur eru enn eftir í baráttunni, Newt Gingrich og Ron Paul, en útilokað er að þeir geti sigrað úr þessu. Eftir er að kjósa í 14 fylkjum.

Romney sagði þegar úrslitin lágu fyrir í nótt, að kominn væri tími til að binda enda á valdatíma Obama forseta sem hefðu einkennst af vonbrigðum. Hann sagði að hann myndi nú endurskipuleggja baráttu sína og leggja alla áherslu á að sigra í kosningunum í nóvember.

Mitt Romney er öruggur um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins.
Mitt Romney er öruggur um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert