Handtökur í kröfugöngu

Kröfugöngur tengdar verkalýðsdeginum fara ekki alls staðar friðsamlega fram. Þannig handtók lögreglan í Austur-Tímor á níunda tug manna og dreifði fjöldanum sem kallaði eftir hærri launum í morgun.

Lögreglan segist hafa þurft að bregðast við eftir að mótmælendur hófu að láta ófriðlega og kasta steinum. Hún segir að þrír lögreglumenn og öryggisvörður við hótel hafi slasast. „Þetta voru ólögleg mótmæli vegna þess að samkvæmt lögum um mótmæli þarf að fara fram á leyfi fjórum dögum áður,“ hefur fréttaveitan AFP eftir lögreglumanninum Pedro Belo.

Alls voru 84 handteknir, þar af níu konur. Lögregla segir fólkið ekki hafa farið að fyrirmælum auk þess að vera með uppsteyt.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Árumyndir https://www.facebook.com/arumynd
Tek árumyndir einnig hægt að fá skýrslu um áruna og orkustöðvarnar. Hægt er að p...
PALLBÍLAR
Eigum á lager þessa pallbíla af árgerð 2015. Ford...
Lira Centromatic
Ítölsk harmonika, 4ra kóra. Verð kr. 150.000- Sími 6943636...
ANTIKSALAN
Antikhúsgögn og munir í úrvali Postulíns matar- og k...
 
Samauglýsing
Tilboð - útboð
*Nýtt í augl...
Uppboð ökutæki
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.nau...
Bláa lónið útboð
Tilboð - útboð
BLÁA LÓNIÐ STÆKKUN UPPLIFUNARSVÆÐIS ...
Bifvélavirki á verkstæði suzuki
Önnur störf
BIFVÉLAVIRKI Á VERKSTÆÐI SUZUKI Bi...