Suu Kyi tekur sæti á þingi

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, Aung San Suu Kyi, sór þess eið á þingi í morgun að hún myndi vernda stjórnarskrána en hún var kjörin á þing í tímamóta kosningum í landinu þann 1. apríl sl.

Sór Suu Kyi eiðinn í morgun ásamt 33 öðrum þingmönnum flokks hennar, Þjóðarbandalags um lýðræði, NLD, í höfuðborg landsins,Naypyidaw.

Suu Kyi, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels,  hefur að mest leyti verið í stofufangelsi undanfarin 22 ár.

Aung San Suu Kyi skrifar undir embættiseiðinn í morgun
Aung San Suu Kyi skrifar undir embættiseiðinn í morgun AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert