Gaddafi greiddi í sjóði Sarkozys

Ríkisstjórn Muammars Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, fjármagnaði kosningabaráttu forseta Frakklands, Nicolas Sarkozys, árið 2007, að sögn fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, Baghdadis al-Mahmudis. Lögmaður Mahmudis, Bechir Essed, hefur þetta eftir skjólstæðingi sínum.

Essed sagði við fréttamenn í Túnis í dag, en Mahmudi  er í útlegð í landinu, að Gaddafi sjálfur hefði lagt fé í kosningasjóð Sarkozys, ríkissjóður Líbíu og nánir samstarfsmenn Gaddafis. Alls komu 50 milljón evrur, rúmir 8,2 milljarðar króna, frá þeim inn í kosningasjóð Sarkozys.

Fyrr í vikunni kom fram í fréttum að Sarkozy hygðist lögsækja vefsíðu vinstrisinna sem fullyrðir að Gaddafi hafi fjármagnað kosningabaráttu forsetans árið 2007.

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert