Góð kosningaþátttaka í Frakklandi

Fylgjendur forsetans Nicolas Sarkozy fagna honum er hann mætti á …
Fylgjendur forsetans Nicolas Sarkozy fagna honum er hann mætti á kjörstað í morgun. AFP

Klukkan 15 í dag höfðu 72% kjósenda í Frakklandi kosið í forsetakosningunum þar í  landi. Flestum kjörstöðum er lokað kl. 16 en í stærri borgum er kosið til kl. 18.

Kosningaþátttakan nú er aðeins minni en hún var á sama tíma í kosningunum árið 2007. Því er spáð að yfir 81% kosningabærra Frakka mæti á kjörstað í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert