Vill mynda vinstristjórn

Alexis Tsipras
Alexis Tsipras AFP

Flest bendir til að Syriza verði næststærsti flokkurinn á gríska þinginu eftir kosningarnar í dag. Flokkurinn er vinstriflokkur og Alexis Tsipras, leiðtogi flokksins, vill að mynduð verði vinstristjórn í landinu.

Úrslit kosninganna eru kjaftshögg fyrir stóru flokkana tvo, Sósíalistaflokkinn og Nýtt lýðræði, sem skipst hafa á um að fara með völd í Grikklandi. Þessir tveir flokkar fengu samtals um 77% í síðustu kosningum en fá núna ekki nema 32-34%.

Syriza hefur gagnrýnt harðlega niðurskurðaraðgerðir fyrri ríkistjórna sem studdar hafa verið af Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tsipras segir að úrslit kosninganna séu skilaboð um að þjóðin kæri sig ekki um þessa stefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert