Aðhaldsaðgerðum ESB mótmælt

Kosningu Francois Hollande sem nýs forseta Frakklands má túlka sem andóf við þær leiðir sem farið hefur verið í að takast á við efnahagsvandann í Evrópu. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði. Sarkozy fráfarandi forseti hafi fylgt stefnu Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem hafi öðru fremur mótast af aðhaldi og niðurskurði í ríkisútgjöldum.

Hollande standi fyrir gerólíka stefnu þar sem litið sé á atvinnuleysi sem eitt helsta vandamál þjóða á borð við Frakka og Spánverja. Það fari vaxandi sem geri vandann erfiðari viðureignar. Merkel hefur leitt aðgerðir Evrópusambandsins og því gæti orðið áhugavert að fylgjast með samskiptum leiðtoga þessara tveggja valdamestu ríkja Evrópusambandsins á næstunni.

Varla sé þó hægt að túlka kosninguna sem róttæka byltingu, mjótt hafi verið á mununum og fyrst og fremst hafi Frakkar verið að kjósa gegn ríkjandi ástandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert