Nýr forsætisráðherra útnefndur í dag

Francois Hollande sver embættiseið sem forseti Frakklands í dag.
Francois Hollande sver embættiseið sem forseti Frakklands í dag. AFP

François Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, mun útnefna nýjan forsætisráðherra síðar í dag og búist er við því að  Jean-Marc Ayrault, formaður þingflokks Sósíalistaflokksins, hreppi hnossið.

Löngum hefur verið kært á milli þeirra Hollandes og Ayraults.

Hollande mun sverja eið að embættinu í dag, en níu dagar eru frá því að hann náði kjöri sem forseti landsins og velti þar með Nicolas Sarkozy úr stóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert