Hlé á réttarhöldum yfir Mladic

Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníumanna, við réttarhöldin sem …
Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníumanna, við réttarhöldin sem hófust í gærmorgun. Reuters

Alþjóðastríðsglæpadómstóll í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu gerði í dag hlé á réttarhöldum yfir Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingja í hersveitum Serba í Bosníustríðinu, vegna „regluleysis“ af hálfu saksóknara.

„Réttarhöldum er frestað um óákveðinn tíma,“ sagði Alphons Orie, dómari. „Dómstóllinn hefur ákveðið að fresta upphafi sönnunarfærslu saksóknara.“

Orie sagði að birting sönnunargagna saksóknara fyrir lögmönnum varnaraðila hefði einkennst af „regluleysi“og því hefði vörn lögmanna Mladic ekki verið nægilega undirbúin við upphaf réttarhaldanna á miðvikudag.

Mladic, hinn svonefndi „Slátrari frá Bosníu“, er sakaður um að hafa staðið fyrir stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyni og þjóðarmorði í Bosníustríðinu á árunum 1992-1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert