Grikkir fá 23% lægri laun

Reuters

Grikkir fá að meðaltali 23% minna útborgað í ár, en þeir fengu í fyrra vegna samninga sem gríska ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðgerðir gegn skuldavanda.

Þetta kemur fram í útreikningum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young.

Í ár er búist við því að meðallaun í landinu verði 13.167 evrur, sem jafngildir um 2.144.000 íslenskum krónum.  Í fyrra voru meðallaun 17.024 evrur, sem eru um 2,8 milljónir íslenskra króna.

Þingkosningar verða í landinu 17. júní, en ekki tókst að mynda stjórn eftir kosningarnar 6. maí og fer bráðabirgðastjórn nú með völd í landinu. Það mun því væntanlega ráðast eftir næstu kosningar hvort áfram verður unnið samkvæmt skilmálum ESB og AGS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert