Hótuðu að halda barninu eftir

Frá Aþenu, höfuðborg Grikklands. Úr myndasafni.
Frá Aþenu, höfuðborg Grikklands. Úr myndasafni. Reuters

„Gríska þjóðin hefur lagt mikið á sig. En hún þarf að gera meira,“ sagði Cristine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com í dag.

Hún varaði ennfremur við þeirri áhættu sem fylgdi því ef Grikkland segði skilið við evrusvæðið. Vandinn gæti þá breiðst út til annarra evruríkja.

Ennfremur segir frá því að vegna niðurskurðarins í Grikklandi hafi þarlend sjúkrahús orðið að hætta að veita fría heilsugæslu í þeim mæli sem áður hafi verið á boðstólum.

Þannig hafi ein nýbökuð móðir sagt í samtali við BBC að sjúkrahúsið þar sem hún ól barn sitt nýverið hafi hótað því að halda barninu eftir ef hún greiddi ekki sem næmi 1.200 evrum fyrir keisaraskurðinn sem hún gekk undir. Frjáls félagsamtök hafi að lokum gripið inn í og borgað sjúkrahúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert