Búsáhaldabylting í Quebec

AFP

Þúsundir mótmælenda voru mættir á götur úti í borginni Montreal  í Quebec í Kanada í gærkvöldi með potta og pönnur og létu það ekki stöðva sig að lögreglan hefur handtekið um eitt þúsund mótmælendur í vikunni.

Í gær buðu stjórnvöld í Quebec ríki fulltrúum námsmanna á sinn fund en námsmenn hafa frá því um miðjan febrúar mótmælt fyrirhuguðum hækkunum á skólagjöldum við háskóla í Quebec. Til stendur að hækka skólagjöldin um 82% vegna bágrar stöðu ríkisins. 

Í síðustu viku samþykkti stjórn ríkisins lög sem kveða á um að mótmælendur verði að láta lögreglu vita með fyrirvara að til standi að mótmæla á almannafæri.

Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum í gærkvöldi er Katie Nelson, 19 ára, sem ferðaðist þvert yfir landið til þess að styðja við bakið á mótmælendum í Montreal. Segir hún í samtali við AFP fréttastofuna að hún óttist ekki handtöku né að þurfa að greiða að minnsta kosti 600 Kanadadali í sekt verði hún handtekin. 

„Að vera sektuð fyrir mótmæla og taka þátt í kröfugöngu er heimskulegt. Ég er ekki hrædd við að vera handtekin fyrir að berjast fyrir lýðræðið,“ segir Nelson og segist telja að nýju lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. 

Mótmælt  var í fleiri borgum og bæjum í Quebec en viðræður milli námsmanna og yfirvalda hefjast væntanlega í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Antik konsúlskápur og spegill
Mublan er í góðu ásigkomulagi og það er nýbúið að skipta um spegil. Verð 39.000 ...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Flugárið 2017....
Til leigu skemmtileg einkaflugvél. Mjög hagkvæm í rekstri. 4 sæti. Uppl. 898603...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...