Búsáhaldabylting í Quebec

AFP

Þúsundir mótmælenda voru mættir á götur úti í borginni Montreal  í Quebec í Kanada í gærkvöldi með potta og pönnur og létu það ekki stöðva sig að lögreglan hefur handtekið um eitt þúsund mótmælendur í vikunni.

Í gær buðu stjórnvöld í Quebec ríki fulltrúum námsmanna á sinn fund en námsmenn hafa frá því um miðjan febrúar mótmælt fyrirhuguðum hækkunum á skólagjöldum við háskóla í Quebec. Til stendur að hækka skólagjöldin um 82% vegna bágrar stöðu ríkisins. 

Í síðustu viku samþykkti stjórn ríkisins lög sem kveða á um að mótmælendur verði að láta lögreglu vita með fyrirvara að til standi að mótmæla á almannafæri.

Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum í gærkvöldi er Katie Nelson, 19 ára, sem ferðaðist þvert yfir landið til þess að styðja við bakið á mótmælendum í Montreal. Segir hún í samtali við AFP fréttastofuna að hún óttist ekki handtöku né að þurfa að greiða að minnsta kosti 600 Kanadadali í sekt verði hún handtekin. 

„Að vera sektuð fyrir mótmæla og taka þátt í kröfugöngu er heimskulegt. Ég er ekki hrædd við að vera handtekin fyrir að berjast fyrir lýðræðið,“ segir Nelson og segist telja að nýju lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. 

Mótmælt  var í fleiri borgum og bæjum í Quebec en viðræður milli námsmanna og yfirvalda hefjast væntanlega í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu á Akureyri.
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu, efri hæð í tvíbýli. L...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...