Sjaldgæfur risademantur á uppboði

Risademantur.
Risademantur. AFP

Sjaldgæfur stór demantur verður seldur á uppboði í Hong Kong á næstunni en verðmæti hans er talið vera að minnsta kosti 8 milljónir dala eða yfir 1 milljarður íslenskra króna. Demanturinn er 12 karöt en hann var fyrst seldur árið 1976. Það ár sendu Bandaríkjamenn geimflaug til plánetunnar Mars og er demanturinn því kallaður Bleiki Marsdemanturinn.

Þessi tiltekni demantur er þó ekki þekktasti risademantur heims en sá er í eigu Elísabetar Englandsdrottningar. Demantur drottningar er kallaður Bleiki Williamson-demanturinn og fékk hún hann í brúðkaupsgjöf árið 1947. Sá er 23,6 karöt.

Uppboðshúsið í Hong Kong segir í samtali við BBC að það telji að um 10-12 manns muni berjast um demantinn á uppboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert