Frelsuðu fjóra hjálparstarfsmenn

Helen Johnston er ein þeirra sem bjargað var úr klóm …
Helen Johnston er ein þeirra sem bjargað var úr klóm mannræningja í gær.

Sérsveitarmenn á vegum Nató frelsuðu í gær fjóra hjálparstarfsmenn sem hafa verið í haldi í Afganistan síðan 22. maí.

Fjórmenningarnir voru frá Bretlandi, Kenía og Afganistan. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að sérsveitarmennirnir hefðu sýnt mikið hugrekki.

Fimm mannræningjanna féllu í aðgerðunum.

Hjálparstarfsmennirnir voru á leið í gegnum fjallahéröð í Afganistan á hestbaki þegar þeir voru teknir höndum. Líðan gíslanna er góð að sögn talsmanns Nató. Fimmti gíslinn var frelsaður í kjölfar aðgerðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert