Vopnahlé virt að vettugi

Grímuklæddur liðsmaður Frelsishers Sýrlands.
Grímuklæddur liðsmaður Frelsishers Sýrlands. AFP

Frelsisher Sýrlands virðir ekki lengur vopnahléið í landinu. Þetta segir talsmaður uppreisnarhreyfingarinnar, Sami al-Kurdi, í samtali við Reuters-fréttaveituna. Hann segir að uppreisnarmennirnir hafi ráðist á stjórnarhermenn til að verja almenning í landinu.

Að minnsta kosti 80 stjórnarhermenn féllu í árásum uppreisnarmanna um helgina, að sögn hóps aðgerðasinna.

Vopnahléið er hluti af friðaráætlun Kofi Annans, sem er sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins. Haft er eftir eftirlitsmönnum í landinu að vopnahléinu hafi í raun aldrei verið framfylgt í Sýrlandi, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Yfirlýsing Frelsishersins og ummæli sem Bashar al-Assad Sýrlandsforseti lét falla um helgina hafa vakið spurningar um hvort friðaráætlun Annans, sem er í sex liðum, gangi upp.

Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að sýrlensk stjórnvöld hefðu gerst sek um svo mörg brot að ekki væri lengur hægt að komast að viðvarandi samkomulagi á meðan Assad væri enn við völd.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, hefur aftur á móti ítrekað að áætlun Annas gegni lykilhlutverki til að hægt sé að finna lausn á neyðarástandinu í Sýrlandi.

Alls lét 31 lífið í átökum í Sýrlandi í dag. Flestir féllu fyrir hendi stjórnarhermanna.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, ávarpaði þingið um helgina.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, ávarpaði þingið um helgina. AFP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, segir að friðaráætlun Annans gegna mikilvægu ...
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, segir að friðaráætlun Annans gegna mikilvægu hlutverki. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...