Oslóarbúar kvarta undan kulda

Bryggjustemning í Osló.
Bryggjustemning í Osló. mbl.is/Golli

Á sama tíma og hitabylgja hefur gengið yfir Ísland með allt að 20 stiga hita eru Norðmenn að drepast úr kulda. Fyrstu þrjá dagana í júní hefur meðalhiti í Osló verið undir 10 gráðum.

Fara þarf 20 ár aftur í tímann til að finna jafnkalda daga í upphafi júní í Osló. Hitinn er 4-5 gráðum undir meðalhita. Ástæðan fyrir þessum kulda er köld norðanátt.

Spáð er heldur hlýrra veðri næstu daga í Osló, en þó fer hitinn ekki nema í 17-18 gráður sem íbúum borgarinnar finnst ekki mikið á þessum árstíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert