Fleiri greinast með hermannaveiki

Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila.
Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila. Af vefnum Human - healths

Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Skotlandi eru nú alls 21 staðfest tilfelli af hermannaveiki og 19 önnur til rannsóknar í landinu. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem haldinn var í dag vegna faraldursins.

Karlmaður á sextugsaldri lést í gær af völdum veikinnar á Konunglega sjúkrahúsinu í Edinborg.

Af þeim 21 sem smitast hafa af hermannaveikinni í Skotlandi eru 12 alvarlega veikir á gjörgæsludeild, tveir hafa verið útskrifaðir en hinir hvíla ýmist á almennri deild sjúkrahúsa eða njóta læknisaðstoðar á heilsugæslustöðvum.

Fram hefur komið að hinn látni glímdi einnig við undirliggjandi heilsukvilla. Heilbrigðisyfirvöld hvetja almenning í Skotlandi til að halda ró sinni og benda á að smithætta sé mjög lítil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert