Nauðgari bitinn í liminn

stækka

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Írönskum karlmanni, sem gerði tilraun til að nauðga konu í bænum Slagelse í Danmörku, varð ekki kápan úr því klæðinu, því konan beit hraustlega í getnaðarlim hans er hann reyndi að koma fram vilja sínum. Auk þess var hann í dag dæmdur til fangelsisvistar, greiðslu sektar og verður síðan vísað af landi brott að afplánun lokinni.

Konan var á ferð í Slagelse er maðurinn réðst að henni og hrinti henni inn í húsasund í þeim tilgangi að nauðga henni. Hún komst undan honum með fyrrgreindum hætti og hafði þegar samband við lögreglu.

Maðurinn fór að þessu búnu á diskótek og kvartaði þar sáran við vin sinn vegna atburðanna. Vinurinn tilkynnti lögreglu síðan atvikið.

Maðurinn var í dag dæmdur í héraðsdóminum í Næstved til eins árs og níu mánaða fangelsisvistar og að greiða konunni 54.000 danskar krónur í skaðabætur. Hann neitar allri sök og hefur áfrýjað dómnum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka
1 stk Good Year 255/70R15 og álfelga
Er með 1stk dekk og felgu undan Toyotu Hilux, ÓNOTAÐ. Good Year Wrangler 255/70R...
6 m. flaggstangir og fánar í heildsölu!
Seljum síðustu flaggstangir og fána í lok sumars á heildsöluverði. Flaggstöng á...
Málverk eftir Gretu Björnsson til sölu
til sölu þetta olíumálverk eftir Grétu Björnsson. Stærðin á því er 65x55 cm. Ósk...
2014 SUZUKI
Nýr 2014 Suzuki SX4 S-Cross GLX Sjálfskiptur. Leðurinnr...
 
Veisla í bókinni
Ýmislegt
Veisla í BókinniKlapparst...
Opið hús vegna lýsingar skipulagsáætl.
Tilboð - útboð
Opið hús vegna lýs...
Bókari
Skrifstofustörf
Starf bókara hjá Sey...
Útboð 13303
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Reykja vík ur borg Innkaupadei...