17 féllu í Deraa í Sýrlandi

Fjöldi barna hefur fallið síðan uppreisnin hófst í Sýrlandi.
Fjöldi barna hefur fallið síðan uppreisnin hófst í Sýrlandi. -

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi segja að 17 óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir hendi sýrlenska hersins í gær í borginni Deraa. Meðal fallinna séu bæði konur og börn.

Herinn hóf í gær loftárásir á Deraa sem stóðu fram eftir nóttu. Uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta og stjórn hans hófst í Deraa í byrjun síðasta árs.

Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna héldu áfram í dag rannsókn á fjöldamorðunum í Qubair. Fólk á þessum slóðum segir að nær allir í þorpinu hafi verið drepnir, að því er fram kemur í frétt BBC.

Eftirlitsmennirnir hafa ekki getað staðfest hversu margir féllu, en stjórnarandstæðingar segja um um 80 hafi fallið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert