Frakkar hefja brottflutning í júlí

Franskur hermaður á vaktinni í Afganistan.
Franskur hermaður á vaktinni í Afganistan. AFP

Francois Hollande Frakklandsforseti segir að Frakkar muni hefjast handa við að draga herlið sitt frá Afganistan í næsta mánuði. Stefnt sé að ljúka brottflutningnum fyrir árslok. Fjórir franskir hermenn féllu og fimm særðust í sjálfsvígsárás talibana í dag.

Hollande segir að franska þjóðin muni votta mönnunum virðingu sína. Þá segir hann að hermennirnir sem særðust verði brátt fluttir heim til Frakklands.

Á morgun mun Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, ferðast til Afganistan.

Frakklandsforseti segir að brottflutningurinn muni hefjast í júlí og að honum muni ljúka fyrir lok þessa árs. Þangað til verði hermennirnir að sinna sínum skyldustörfum en stjórnvöld muni aftur á móti gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gæta öryggis þeirra. 

Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert