Grafir hermanna vanvirtar í annað sinn

Grafir hermanna sem féllu í Líbíu í síðari heimsstyrjöld vanvirtar …
Grafir hermanna sem féllu í Líbíu í síðari heimsstyrjöld vanvirtar í annað sinn.

Grafir breskra og ítalskra hermanna sem féllu í Líbíu í síðari heimsstyrjöldinni hafa aftur orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Fyrr á þessu ári vanvirti hópur bókstafstrúaðra múslíma þennan sama kirkjugarð.

Í fyrra tilfellinu var meðal annars notast við sleggju til þess að brjóta niður stóran steinkross við grafreitinn ásamt því að legsteinum var velt við og þeir brotnir. Myndbandsupptaka náðist af þeim verknaði og vakti hún mikla reiði meðal fólks, bæði í Evrópu og Líbíu.

Ekki er vitað hvort sami hópur stendur að baki þeirra skemmda sem framin voru síðastliðinn fimmtudag en að sögn yfirvalda í Líbíu er unnið hörðum höndum að rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert