Viðræður ganga vel í Grikklandi

Frá Grikklandi.
Frá Grikklandi. AFP

Margt þykir nú stefna í að mynduð verði þriggja flokka samsteypustjórn í Grikklandi, en hægri flokkurinn Nýtt lýðræði hefur átt í viðræðum við sósíalistaflokkinn Pasok og lýðræðislega vinstri flokkinn í dag. Jafnvel er búist við að tilkynnt verði um nýja stjórn í dag.

Nýtt lýðræði fékk flest atkvæði í kosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudaginn og fékk þar með umboð til stjórnarmyndunar.

Talsmaður flokksins, Jiannis Michelakis, sagði í útvarpsviðtali í dag að verið væri að þokast nær samkomulagi. Víða um heim, sér í lagi í Evrópu, er fylgst grannt með þróun mála í Grikklandi, en skuldavandi Grikkja hefur haft víðtæk áhrif á stöðu mála á evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert