Ríkisstjórn að myndast í Grikklandi

Leiðtogi Nýs lýðræðis Antonis Samaras.
Leiðtogi Nýs lýðræðis Antonis Samaras. AFP

Viðræðum um myndun ríkisstjórnar í Grikklandi er að ljúka en búið er að ganga frá samkomulagi milli flokkanna þriggja sem koma að viðræðunum, að sögn formanns sósíalista, Pasok-flokkins, Evangelos Venizelo. BBC greinir frá þessu.

„Grikkland er komið með ríkisstjórn,“ segir Venizelos eftir að hafa átt fund með leiðtoga íhaldsmanna, Nýs lýðræðis, Antonis Samaras. Nýtt lýðræði fékk flest atkvæði í þingkosningunum á sunnudag og fékk Samaras umboð til stjórnarmyndunar á mánudag. 

Lýðræðislegi vinstriflokkurinn mun einnig taka þátt í ríkisstjórninni og segir formaður flokksins, Fotis Kouvelis, að flokksmenn hafi ákveðið að styðja ríkisstjórnina.

Á vef BBC kemur fram að Samaras hefur umboð til að mynda ríkisstjórn þangað til á morgun. Ef ríkisstjórn verður ekki mynduð fyrir þann tíma fer umboðið til Alexis Tsipras, formanns Syriza flokksins. En flokkurinn fékk næstflest atkvæði í kosningunum á sunnudag. Syriza hefur barist gegn samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert