Milljarðar í aðstoð við Afganistan

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur þátt í ráðstefnunni í Japan.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur þátt í ráðstefnunni í Japan. AFP

Samþykkt var á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð Afganistans, sem hófst í Japan í dag, að ríki heimsins leggi fram 16 milljarða dollara í þróunaraðstoð í Afganistan á næstu fjórum árum. Þetta eru um 2.000 milljarðar króna.

Stærstur hluti fjárins kemur frá Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi og Bretlandi. Vestræn ríki eru að draga herlið sitt frá Afganistan, en 10 ár eru síðan hernaðarafskipti þeirra hófust í landinu. Óttast er að óöld aukist í landinu í kjölfarið og að áhrif talibana eigi eftir að aukast.

Vesturlönd setja það skilyrði fyrir aðstoðinni að stjórnvöld í Afganistan taki á spillingu sem er landlæg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert