Danir eignast ekki nógu mörg börn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það stefnir í það að fæðingartíðnin í Danmörku verði sú lægsta á þessu ári síðan árið 1988. Þetta kemur fram á fréttavefnum Copenhagen Post í dag. Þar segir að fæðingartíðnin haldi áfram að vera lægri en dánartíðnin og valdi það áhyggjum, þá ekki síst af framtíð danska velferðarkerfisins.

Haft er eftir Hans Oluf Hanse við Kaupmannahafnarháskóla að fæðingartíðnin í Danmörku sé vel undir dánartíðninni. Til lengri tíma litið verði færra yngra fólk til þess að sjá um umönnun þeirra sem eldri séu.

Fram kemur að til þess að íbúafjöldi standi í stað út frá fæðingartíðni og dánartíðni þurfi að vera rétt rúmlega tvö börn á hverja konu. Á síðasta ári hafi hlutfallið í Danmörku hins vegar verið 1,76 börn á hverja konu. Árið á undan, 2010, hafi hlutfallið hins vegar verið 1,88.

Frétt Copenhagen Post

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert