Vaskur hækkar úr 18% í 21%

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. DOMINIQUE FAGET

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í ræðu í spænska þinginu í morgun að ríkisstjórnin ætlaði að hækka virðisaukaskatt úr 18% í 21%. Hann tilkynnti einnig aðgerðir sem ætlað er að spara 65 milljarða evra fyrir lok árs 2014.

Flokkur forsætisráðherrans hafði fyrir kosningar sagt að hann myndi ekki hækka virðisaukaskatt. Hann hefur hins vegar neyðst til að breyta um stefnu vegna mikils halla á rekstri ríkissjóðs.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til við ríkisstjórn Spánar að virðisaukaskattur yrði hækkaður í þeim tilgangi að draga úr halla á rekstri ríkissjóðs.

Vonast er eftir að tillögurnar sem Rajoy tilkynnti í morgun leiði til þess að lántökukostnaður spænska ríkisins lækki, en hann er núna um 7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert