Meirihluti Dana vill lögleiða kannabis

51% Dana vilja lögleiða marijúana.
51% Dana vilja lögleiða marijúana.

Meirihluti Dana vill lögleiða marijúana. Það kom í ljós í Gallupkönnun þegar 51% Dana svaraði játandi þegar spurt var hvort lögleiða ætti maijúana ef sölunni yrði stjórnað af ríkinu.

Gagnrýndendur ríkistjórnarinnar segja þetta góða hugmynd og halda því fram að ríkisstjórnin sé ekki í sambandi við fólkið í landinu.

Þá ítrekar Jakob Demant, sem rannsakar lyf við Háskólann í Árósum, að kannabis sé ekki alveg skaðlaust en það gleymist þó oft í umræðunni að flestir þeir sem neyta marijúana gera það óreglulega og það hefur þá engin óæskileg áhrif á mann félagslega. Þá segir hann niðurstöðu könnunninnar ekki koma sér á óvart og telur að neysla marijúana sé orðin eðlileg í Danmörku.

Margir telja niðurstöðu mælinganna hvetja ríkisstjórnina til að setja sig í meira samband við fólkið í landinu og lögleiða marijúana. Þeir sömu ítreka þó að passa verði að börn geti ekki nálgast efnið og salan ætti að vera undir eftirliti.

„Með löggildingu myndum við eyða sölu á marijúana á svörtum markaði, hins vegar myndi það leiða til meiri neyslu sem getur einnig þýtt meiri neyslu á áfengi. Þá munu þó glæpamenn græða minna fé þótt þeim muni líklega ekki fækka,“ segir Kim Møller, lektor við Háskólann í Árósum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert