Gluggað í fortíð Paul Ryan

Paul Ryan er varaforsetaefni repúblikana.
Paul Ryan er varaforsetaefni repúblikana. AFP

Engir hveitibrauðsdagar eru hjá varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, Paul Ryan, en fjölmiðlar eru strax farnir að grafa upp ýmislegt úr fortíð hans og herma upp á hann.

Árið 2003 sagði Ryan í viðtali við Weekly Standard að hann gæfi öllum starfsmönnum sínum bókina Atlas Shrugged eftir Ayn Rand í jólagjöf. Þá lét hann hafa eftir sér árið 2005 að helsta ástæðan fyrir því að hann fór út í stjórnmál hefðu verið skrif Ayn Rand en heimspeki hennar hefur náð vinsældum margra sem skilgreina sig lengst til hægri í stjórnmálum.

Í viðtali í dag við National Review hafnar Ryan hins vegar alfarið heimspeki Rand.

„Ég hafna alfarið hennar heimspeki. Þetta er heimspeki trúleysingjans sem dregur öll mannleg samskipti niður í einfalt form samninga og það passar engan veginn við mín lífsviðhorf,“ sagði Ryan.

Paul Ryan segir að hann hafi einungis haft gaman af bókum Rand sem slíkum eins og The Fountainhead og  Atlas Shrugged.

NICHOLAS KAMM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert