Atvinnuleysi í Portúgal í hæstu hæðum

Vegfarandi í Alfama hverfi Lissabon, höfuðborgar Portúgal.
Vegfarandi í Alfama hverfi Lissabon, höfuðborgar Portúgal. AFP

15% atvinnuleysi var í Portúgal á öðrum ársfjórðungi og hefur ekki verið meira í áraraðir. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að atvinnuleysi fari enn vaxandi og hlutfallið hækki í 16% á næsta ári.

Alls eru 826.900 Portúgalar skráðir atvinnulausir. Verst er staðan meðal unga fólksins, en í aldurshópnum 15-24 ára eru 35,5% Portúgala án atvinnu. Vaxandi atvinnuleysi er eitt helsta áhyggjuefni stjórnvalda, ekki síst þar sem útgjöld vegna atvinnuleysisbóta gera þeim erfitt fyrir að standa við markmið um niðurskurð í ríkisfjármálum.

Ríkisstjórn Portúgals fylgir stífri áætlun um sparnað og niðurskurð í kjölfar 78 milljarða evru lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert