Vegasprengja varð sex að bana

Hermaður í Afganistan.
Hermaður í Afganistan. AFP

Sprengja á vegi í suðurhluta Afganistans varð sex óbreyttum borgurum að bana, aðallega konum og börnum, sögðu lögregluyfirvöld í landinu í dag.

„Tvær konur, þrjú börn og einn karlmaður létust af völdum sprengjunnar,“ sagði í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Spin Boldak-héraðinu nálægt landamærum Pakistan. Frá þessu hermir AFP-fréttastofan…

Það var enginn sem lýsti strax yfir ábyrgð á verknaðinum, en sambærilegar vegasprengjur eru oftast á ábyrgð talibana sem eru í uppreisn gegn stjórn sitjandi forseta landsins, Hamids Karzai.

Sameinuðu þjóðirnar segja að 1.145 óbreyttir borgarar hafi látið lífið og 1.954 hafi særst í átökum í landinu á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Sameinuðu þjóðirnar kenna uppreisnarmönnum í landinu um 80% dauðsfallanna og að um helmingur þeirra hafi verið af völdum vegasprengja.

Atlantshafsbandalagið hefur um 130.000 hermenn í landinu til aðstoðar þarlendum stjórnvöldum í baráttunni við talibana.

Hermenn í Afganistan.
Hermenn í Afganistan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert