Fatlaða stúlkan ólæs og óskrifandi

Börn í Pakistan.
Börn í Pakistan. AFP

Fatlaða stúlkan sem hefur verið ákærð fyrir guðlast í Pakistan og verið í haldi lögreglu er ólæs og óskrifandi, að sögn franska kardínálsins Jean-Louis Tauran. Stúlkan er sögð hafa brennt blaðsíður úr Kóraninum en hún er með Downs-heilkenni.

Í viðtali við útvarpið í Páfagarði segir kardínálinn að áður en ákæra var gefin út á hendur barninu hefði átt að kanna staðreyndir málsins, en stúlkan er kristin.

Rimsha er sögð vera á aldrinum 11-13 ára. Hún á að hafa brennt blaðsíður úr hefti fyrir börn sem m.a. innihélt vers úr Kóraninum. Hún var handtekin eftir að nágranni klagaði til lögreglu og er enn sögð í haldi.

„Stúlkan getur hvorki lesið né skrifað og safnar rusli til að draga fram lífið og fann brot úr bókinni innan um rusl,“ sagði Tauran í viðtalinu en hann var utanríkisráðherra Páfagarðs í tíð Jóhannesar Páls páfa II.

Guðlast er mjög alvarlegur glæpur í Pakistan og samkvæmt lögum má dæma fólk til dauða fyrir slíkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...