Hundruð drepin í smábæ

Hundruð líka fundust í bæ fyrir utan höfuðborg Sýrlands, Damaskus, í dag. Harðir bardagar hafa geisað í fimm daga og segja uppreisnarmenn stjórnarherinn hafa framið fjöldamorð.

Að minnsta kosti 320 manns eru sagðir hafa fallið í árásum stjórnarhersins í bænum Daraya, litlum bæ fyrir utan Damaskus, að sögn mannréttindasamtaka.

Samtökin segja að stjórnarherinn hafi setið um bæinn og komið í veg fyrir að þangað væri hægt að flytja vistir. Þá hafi hann gripið til þungavopna og loftárása.

Að því loknu hafi hópar „drápara“ komið til bæjarins og tekið fólk af lífi. Þeir hafi svo brytjað líkin sundur og brennt þau.

AFP-fréttastofan segir að ómögulegt sé að staðfesta þessar fréttir þar sem erlendir fjölmiðlamenn fái ekki að athafna sig í Sýrlandi.

Í gær er talið að yfir 180 manns hafi fallið í Sýrlandi í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Í Aleppo var þungavopnum beitt og skriðdrekar fóru um götur.

Hermenn andspyrnunnar settu myndband á YouTube af því sem þeir segja fjöldamorð í Abu Sleiman Addarani-moskunni í Daraya. Á myndbandinu má sjá tugi líka.

Í ríkissjónvarpi Sýrlands í gær kom fram að stjórnarherinn hefði verið að „hreinsa bæinn af hryðjuverkamönnum“ en flestir íbúar Daraya eru súnní-múslímar.

Stjórnarherinn náði völdum í Damaskus á ný í júlí og þá fluttu hermenn Frelsishers Sýrlands sig til nálægra borga og bæja.

Blóðug átök milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna hafa staðið í um 18 mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...