Þurfa að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu

Frá mótmælum í Madrid fyrr á þessu ári.
Frá mótmælum í Madrid fyrr á þessu ári. DOMINIQUE FAGET

Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að þrengja reglur heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga. Samkvæmt nýju reglunum þurfa margir útlendingar að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna en hún hefur verið ókeypis fram að þessu. Fjöldi fólks mótmælti þessum breytingum í Madrid í dag.

Innflytjendur sem ekki hafa full borgararéttindi á Spáni þurfa samkvæmt reglunum að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu, þó með þeirri undantekningu að börn, ófrískar konur og fólk sem þarf að leita til slysa- og bráðadeildar þurfa ekki að borga.

Þessar breyttu reglur eru hluti af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnar Spánar, en mikill halli er á ríkissjóði og fjármagnskostnaður landsins hækkar stöðugt því fáir vilja lána Spáni peninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert