Fjórir létust í árás

Fjórir Bandaríkjamenn létust í árás, sem gerð var á ræðismannaskrifstofu landsins í Benghazi í Líbíu í gær. Hinir látnu eru sendiherra Bandaríkjanna og þrír starfsmenn ræðisskrifstofunnar. Að auki særðust fimm Bandaríkjamenn í árásinni og tíu líbískir öryggisverðir.

Einnig var gerð árás á sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró í Egyptalandi í gær.

Árásirnar hafa verið fordæmdar af bandarískum stjórnvöldum og víða um heim. Auka á eftirlit við sendiráð landsins um allan heim.

Sendiherrann hét Chris Evans og hafði sinnt störfum í Líbíu í tæpa fjóra mánuði. 

Tilefni árásanna var kvikmynd, framleidd í Bandaríkjunum, sem sögð er gera lítið úr spámanninum Múhameð. Kvikmyndin sem heitir „Sakleysi múslíma“ dregur upp þá mynd af múslímum að þeir séu siðspilltir og sérlega ofbeldishneigðir. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort árásirnar séu samsæri íslamskra öfgasamtaka og að myndin sé nefnd sem skálkaskjól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert